Veistu hvað er erfitt að skera súrdeigsbrauð? Gummi veit hvað það reynir á og heldur að það sama gildi um að tala um brauð í klukkutíma. En viti menn! Brauð á sér fleiri hliðar en botninn. Það er heimspekilegt, sögulegt, trúarlegt, samfélagslegt, nú og auðvitað skemmtilegt! Gestur þáttarins er Ragnheiður Maísól, súrdeigsnörd, bloggari og listakona. Hún talar um hveiti, hita, tímann og vatnið og opnar sig um samband sitt við mæður sínar. Umsjónarmenn: Guðmundur Felixson og Vigdís Hafliðadóttir Stef: Bjarmi Hreinsson