Gestur Huldu G. Geirsdóttur var Edda Björk Arnardóttir, móðirin sem komst í fjölmiðla fyrr á árinu þegar hún leigði einkaflugvél og sótti þrjá unga syni sína til Noregs, en hún hefur staðið í forræðismáli undanfarin ár og einungis fengið að hitta syni sína í 16 klukkustundir á ári, undir eftirliti. Edda rakti sögu sína og sagðist aldrei gefast upp þegar að málefnum barna hennar kemur.